Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Holland hafði betur í skemmtilegum leik

epa09269065 Denzel Dumfries (C) of the Netherlands celebrates with teammates after scoring the 3-2 lead during the UEFA EURO 2020 preliminary round group C match between the Netherlands and Ukraine in Amsterdam, Netherlands, 13 June 2021.  EPA-EFE/Koen van Weel / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Holland hafði betur í skemmtilegum leik

13.06.2021 - 21:05
Tveir leikir voru spilaðir í C-riðli á Evrópumóti karla í fótbolta í dag og í kvöld. Holland og Úkraína mættust í Amsterdam.

Heimamenn byrjuðu leikinn af miklu krafti en tókst ekki að skora í fyrri hálfleik enda markvörður Úkraínu í fantaformi. 

Markið kom þó loks snemma í síðari hálfleik og það skoraði Georginio Wijnaldum. Stuttu síðar breytti Wout Weghorst stöðunni í 2-0. 

Allt stefndi í öruggan sigur Hollands en eftir tvöfalda skiptingu þjálfarans Frank de Boer vann Úkraína sig aftur inn í leikinn. Andriy Yarmolenko minnkaði muninn með glæsilegu marki og stuttu síðar jafnaði Roman Yaremchuk metin, 2-2. 

En þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sótti Denzel Dumfries sigurinn fyrir Holland, lokatölur 3-2. 

Í fyrri leik dagsins í C-riðli mættust Austurríki og Norður-Makedónía. Þeir síðarnefndu eru þeir lægst skrifuðu á mótinu samkvæmt styrkleikalista FIFA en en þeir gáfu Austurríkismönnum hörkuleik. 

Stefan Lainer kom Austurríki yfir á átjándu mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði hinn 37 ára gamli Goran Pandev fyrir Norður-Makedóníu. Staðan var 1-1 í leikhléi. 

Michael Gregoritsch náði forystunni fyrir Austurríkismenn á 78. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar skoraði Marko Arnautovic. 

Niðurstaðan 3-1 sigur Austurríkis og sá fyrsti hjá liðinu á stórmóti.