Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Barcelona vann Meistaradeildina örugglega

epa09268138 The team of Barcelona celebrates after winning their 2021 EHF FINAL4 Handball Champions League final between Barca Lassa and Aalborg Haandbold in Cologne, Germany, 13 June 2021.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Barcelona vann Meistaradeildina örugglega

13.06.2021 - 17:33
Barcelona og Álaborg mættust í dag í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla. Barcelona sem á mun lengri sögu í keppninni vann með yfirburðum 36-23. Aron Pálmarsson leikur með Barcelona.

Barcelona freistaði þess að vinna keppnina í tíunda skipti í dag en Álaborg hafði fyrir lengst komist í 16-liða úrslit. Aron Pálmarsson spilar fyrir Barcelona en skiptir yfir til Álaborgar í sumar. Þar er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Arnór Atlason aðstoðarþjálfari. 

Aron sat meiddur á bekknum allan leikinn í dag, hann var ekki með í undanúrslitunum í gær en var svo tekinn inn í hópinn. Þetta er þriðji Evrópumeistaratitill Arons. 

Álaborg komst í 5-2 en þá tóku Börsungar góðan sprett, jöfnuðu 5-5 og gott betur því þeir náðu fjögurra marka forystu 9-5. Sem sagt sjö mörk í röð á móti engu frá danska liðinu. 

Fimm mörkum munaði þegar liðin gengu til búningsklefa, 16-11 fyrir Barcelona. Álaborg átti aldrei möguleika í síðari hálfleik, munurinn milli liðanna jókst og þrettán marka sigur spænska stórliðsins að lokum niðurstaðan. Aleix Gómez Abelló skoraði níu mörk fyrir Barcelona og Lukas Sandell átta fyrir Álaborg. 

Fyrr í dag mættust frönsku liðin Paris Saint-Germain og Nantes í leik um þriðja sætið. Frakklandsmeistarar PSG töpuðu óvænt fyrir Álaborg í undanúrslitum í gær en komu til baka í dag og vann 29-25 eftir að jafnt hafði verið 24-24.