Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smitum fjölgar um 47% milli vikna í Rússlandi

12.06.2021 - 13:10
epa08463015 An elderly woman undergoes a COVID-19 coronavirus swab test at the 191 hospital in Moscow, Russia 03 June 2020, amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic. Moscow Mayor Sergei Sobyanin allowed the opening of parks and announced a resumption of work of industrial and construction enterprises recalling that a high incidence rate remains in the capital.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kórónuveirutilfellum fjölgar ört í Rússlandi um þessar mundir en um 47% aukning hefur orðið frá síðasta laugardegi. Um 13.500 smit voru greind síðastliðinn sólarhring.

Mest fjölgar hlutfallslega í Moskvu en þar voru greind 6.701 kórónuveirusmit síðan í gær en þau voru 2.936 fyrir viku.  

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið á það ráð að herða sóttvarnir og eru íbúar í Moskvu hvattir til að vinna heima hjá sér næstu vikuna. Tæplega 13% þjóðarinnar hefur fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við veirunni.