Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Náðu ekki lágmörkum í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Náðu ekki lágmörkum í dag

12.06.2021 - 14:08
Hvorki kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason úr ÍR né sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr FH náðu lágmörkum fyrir Ólympíuleikana á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið er á Akureyri um helgina.

Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki er skráð til leiks og keppendur samtals 154 frá sautján félögum. 

Lágmarkið sem Guðni Valur þarf að ná fyrir Ólympíuleikana er 66 metrar sléttir, hann á Íslandsmetið í kringlukasti sem er 69,35 metrar. Í dag kastaði hann lengst 61,60. 

Ólympíulágmarkið í sleggjukasti er 77,50 metrar. Íslandsmet Hilmars Arnar í greininni er 77,10 metrar og best hefur hann náð 74,57 í ár. Í dag kastaði hann lengst 70,57. 

Þá mun hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppa í 200 metra hlaupi í dag og 100 metra hlaupi á morgun. Þetta mót er mikilvægt fyrir hana til að safna stigum fyrir Ólympíuleikana sem hún gæti komist á í fyrsta skipti. 

Frestur til að ná lágmörkum fyrir leikana rennur út í lok júní.