Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Líðan Eriksens stöðug - lífi hans bjargað á vellinum

epa09265356 Denmark's Christian Eriksen receives medical treatment while teammates gather around him during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen  DENMARK OUT - (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between
 Mynd: EPA - RÚV

Líðan Eriksens stöðug - lífi hans bjargað á vellinum

12.06.2021 - 16:56
Leikur Dana og Finna á Evrópumóti karla í fótbolta var stöðvaður eftir að Christian Eriksen leikmaður Danmerkur hneig niður fyrirvaralaust.

Samherjar hans hópuðust í kringum Eriksen þar sem hann lá út við hliðarlínu og var meðal annars veitt hjartahnoð. Hann var að lokum borinn burt, fluttur á spítala og leiknum frestað. 

 

17:17 Áhorfendur sitja enn í sætum sínum þrátt fyrir að leiknum hafi verið frestað.

17:20 Óstaðfestar fregnir herma að Eriksen sé kominn til meðvitundar.  

17:35 Eriksen er kominn á spítala; hann er kominn til meðvitundar og líðan hans stöðug. Nánari upplýsingar um leikinn verða gefnar út í kvöld. 

18:19 Leikurinn mun hefjast aftur kl. 18:30.

18:57 Þýskir fjölmiðlar hafa eftir Peter Møller formanni danska knattspyrnusambandsins að Eriksen hafi rætt við liðsfélaga sína á Facetime og hvatt þá til að spila leikinn. 

21:13 Morten Boesen, læknir danska landsliðsins, segir við danska fjölmiðla að Eriksen hafi andað og verið með púls þegar læknar komu inn á völlinn í dag. En svo hafi hann hætt að anda og púlsinn horfið. Sagt er að danska liðið hafi fengið val um að spila í kvöld eða á morgun. Ekki hafi verið ýtt á hópinn að velja annað hvort. Liðið tapaði á móti Finnum og var heldur ólíkt sjálfu sér.