Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kölluðu Hálendisþjóðgarð opinbera útför

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Fjöldi atkvæðagreiðslna stendur ný yfir á Alþingi. Tillaga um að vísa frumvarpi Umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnar var samþykkt. Þar með er formlega ljósa að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu málið opinbera útför.

„Það skyldi engan undra að ég hefði viljað sjá frumvarp mitt um hálendis þjóðgarðs verði að lögum núna í vor en niðurstaðan sem vísunin er til ríkisstjórnar að í henni felast samt sem áður skýr skilaboð Alþingis til ríkisstjórnar og ráðherra að vinna að málinu áfram og leggja fram frumvarp um hálendis þjóðgarðs að nýju og þetta eru mikilvæg skilaboð Alþingis til framkvæmdarvaldsins. Núna er verkefnið að sameinast um að ná meiri sátt um málið og koma hálendis þjóðgarði á koppinn á næsta kjörtímabili og af hverju? Vegna þess að hálendis þjóðgarður er fyrir náttúruna okkar, er fyrir víðernin okkar, og er fyrir okkur fólkið í samtímanum og síðast en ekki síst fyrir framtíðina.“ sagði Guðmundur Ingi.

„Ef einhver velkist í vafa um það þá hlýtur sá vafi að vera úr sögunni núna eftir ræðu hæstv.  umhverfisráðherra rétt í þessu af allan vafa um það. Það er ætlun þessarar ríkisstjórnar að starfa áfram eftir kosningar og klára þetta miðhálendisþjóðgarðs mál. Það hefur legið í þeim plöggum sem fyrir liggja með augljósum hætti en fulltrúar stjórnarflokkanna hafa reynt að tala sig út úr þessu hér í dag. En nú þarf enginn vafi að vera um þetta lengur. Hálendisþjóðgarðurinn verður kláraður á næsta kjörtímabili, ef Miðflokkurinn fær ekki öflugt umboð í kosningum til að verjast gegn þessu áhlaupi.“ segir Berþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

„Það er ekki svo að ráðherrar og félagar úr VG hafi ferðast um á vökrum hesti heldur eins og þau hafa verið að reyna að temja flóðhest sem kunnugir segja að sé ekki hægt að temja. Þetta mál mun einfaldlega ekki vera klárað á næsta kjörtímabili nema að Vinstri græn velji sér betri samferðafólk,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingar.

„Það er með miklum ólíkindum að jafn góð hugmynd og Hálendisþjóðgarður geti farið svo rækilega í skrúfuna sem hér hefur orðið. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna var þetta frumvarp náttúrlega svo gott sem dautt áður en það kom til þingsins. Stjórnarliðar hefðu síðan átt að láta sér nægja að drepa málið í nefnd eins og venjulegt fólk, en í staðinn er það dregið hingað inn í þingsal til að verða drepið í heyranda hljóði af okkur 63. Til að kóróna allt saman mætir síðan umhverfisráðherra til að kasta rekunum yfir hræið. Þetta er skrípaleikur sem ég tek ekki þátt í. Ef stjórnarliðar vilja drepa málið sitt með atkvæði þá gera þeir það sjálfir.“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

„Það eru vissulega vonbrigði að stjórnarflokkarnir þrír hafi ekki staðið betur að vinnu þessa máls á kjörtímabilinu. Staðið betur saman með okkur sem til voru til vorum í það verk raunverulega að vinna að því að ná sátt um þau atriði sem út af standa í þessu stóra máli. Andrés Ingi Jónsson furðar sig á því að jarðarförum skuli ekki fara fram í kyrrþey. Ég vildi frekar vilja kannski líta svo á að þetta mál sé komið í öndunarvél. Það er tilraun hjá ósamstíga í boði ósamstiga ríkisstjórnar að halda málinu áfram eftir þetta kjörtímabil.“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.