Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fréttir: Búist við að þingstörfum ljúki í nótt

12.06.2021 - 18:51
Forsætisráðherra segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að skapa sátt um afgreiðslu frumvarps um hálendisþjóðgarð á þessu kjörtímabili. Fundur stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að þingstörfum ljúki í nótt.

Varaformaður læknaráðs Landspítala segir að fagleg sjónarmið hafi verið virt að vettugi við breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrsla sem gefin var út um framkvæmdina sé hvítþvottur og heilsu kvenna sé stefnt í hættu.

Leiðtogar G7-ríkjanna undirbúa aðgerðaáætlun til að bregðast hraðar við faröldrum eins og þeim sem nú stendur yfir. Eitt markmiðanna er að hægt verði að þróa ný bóluefni á innan við 100 dögum.

Formaður Framsóknarflokksins sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum að loknum kosningum. Flokkurinn leggur áherslu á atvinnumál og innviðauppbyggingu fyrir kosningarnar.

Bandarískur humarveiðimaður komst lífs af eftir að hafa lent í kjafti hvals í um hálfa mínútu í gær. Hvalurinn spýtti honum út lítið meiddum.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV