Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þriðja bylgja COVID-19 ríður yfir Suður Afríku

11.06.2021 - 23:55
epa09206342 Elderly members of the community wait in line to receive their vaccination during the first day of Covid-19 vaccinations for the over 60 year old population in the country, in Johannesburg, South Africa, 17 May 2021. The first round of vaccinations was for the health care workers in the country. South Africa is lagging behind many countries in the world in its vaccination program.  EPA-EFE/Kim Ludbrook
 Mynd: epa
Heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku segja þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins ganga yfir landið um þessar mundir. Þar hafa greinst að meðaltali 5.959 ný tilfelli á dag síðustu sjö dagana og fer þeim fjölgandi. Þetta er talsvert meiri fjöldi en miðað er við í skilgreiningu heilbrigðisyfirvalda á eiginlegri bylgju farsóttar.

Síðasta sólarhringinn greindust yfir 9.100 ný tilfelli COVID-19 í landinu. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV