Fyrrum þjálfarar leggja hönd á plóg á heimaleikjum

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Ingimars - Vestri

Fyrrum þjálfarar leggja hönd á plóg á heimaleikjum

11.06.2021 - 12:59
Vestri getur í kvöld tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið mætir Hamri. Félagið greinir frá því að fjórir fyrrverandi þjálfarar liðsins hafa hjálpað til við undirbúning síðasta heimaleiks félagsins.

Liðin mætast klukkan 19:15 í íþróttahúsinu á Ísafirði en það verður fjórða viðureign liðanna. Staðan er 2-1 fyrir Vestra í einvíginu og ef þeir vinna í kvöld komast þeir því í úrvalsdeildina.

Félagið greindi frá því á Facebook í gær að fjórir fyrrum þjálfarar félagsins hafi lagt hönd á plóg við undirbúning síðasta heimaleiksins. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi.  All­ir hafa þeir á ein­hverj­um tíma þjálfað meist­ara­flokkslið Vestra eða KFÍ eins og liðið hét áður.