Fréttir: Eitt andlát líklega rakið til bólusetningar

11.06.2021 - 18:44
Samkomubann rýmkar í 300 manns eftir helgi en tilslökunum á landamærum seinkar. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að halda landamærunum þéttum vegna þess að þátttaka yngra fólks í bólusetningum hafi ekki verið nógu góð.

Af tíu alvarlegum tilfellum í kjölfar bólusetningar er eitt líklegt til að vera af völdum hennar. Það var blóðtappi sem er sjaldgæf aukaverkun AstraZenca. Þetta er niðurstaða tveggja óháðra sérfræðilækna. 

Rúmlega 350 þúsund manns búa við mikla hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu og milljónir til viðbótar þurfa mataraðstoð. Hjálparsamtök gagnrýna að hersveitir meini þeim að flytja nauðþurftir til íbúa.

Óljós svör Landspítalans um hvort hann gæti tekið við greiningu leghálssýna urðu til þess að samið var við danskt sjúkrahús, segir í nýrri skýrslu. Yfirlæknir á Landspítala gagnrýnir niðurstöðuna og segir hana undarlega.

Myndlistarsýning í Gerðubergi heldur áfram þrátt fyrir skemmdarverk. Aðstandendur sýningarinnar eiga vart orð yfir athæfið.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV