Fréttir: Afléttingar í næstu viku

11.06.2021 - 12:08
Líklegt er að eitt tilfelli blóðtappa hérlendis tengist bólusetningu. Þetta kemur fram í niðurstöðu óháðra sérfræðinga á athugun á fimm andlátum og fimm blóðtöppum í kjölfar bólusetningar við COVID-19.

 

300 manns mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi. Eins metra nándarregla tekur gildi en engin nándarregla verður á sitjandi viðburðum.

Þeim sem ekki hafa nýtt sér fyrri boð fá bólusetningu í ágúst, samkvæmt nýrri áætlun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að því að fullbólusetja alla sem fengið hafa fyrri sprautu í júlí og eftir hálfan mánuð eiga allir 16 ára og eldri að hafa fengið boð um bólusetningu.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mannréttindi séu fótum troðin í Mjanmar. Einungis herforingjastjórn landsins sé um að kenna.

Yfir 60 börn sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafa lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur Sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni. 
 

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV