David Moyes áfram hjá West Ham

epa05899097 Sunderland manager David Moyes reacts during the English Premier League soccer match between Sunderland FC and Manchester United at the Stadium of Light, Sunderland, Britain, 09 April 2017.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with
 Mynd: EPA

David Moyes áfram hjá West Ham

11.06.2021 - 13:05
Skotinn David Moyes hefur framlengt samning sinn við West Ham. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Moyes hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en liðið náði góðum árangri á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar. Moyes hefur undanfarið verið orðaður við Everton eftir að Carlo Ancelotti hætti með liðið og tók við Real Madrid.

Moyes stýrði Everton frá 2002-2013 þar til hann tók við Manchester United. Þá hefur hann sömuleiðis stýrt Real Sociedad, Preston og Sunderland.