Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

11.06.2021 - 15:54
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið byrjunarlið liðsins gegn Írlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli kl. 17 í dag. Liðin mætast aftur á þriðjudag.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, er eins og áður hefur komið fram barnshafandi og verður því ekki með liðinu í næstu verkefnum. Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir verður áfram fyrirliði liðsins í hennar fjarveru líkt og í leikjunum gegn Ítalíu í apríl. Leikið verður á Laugardalsvelli og eru áhorfendur leyfðir.

Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kemur inn í vinstri bakvörð en Hallbera Gísladóttir byrjar á bekknum. Þá kemur Dagný Brynjarsdóttir inn í byrjunarliðið eftir að hafa meiðst síðasta vetur og misst af vináttuleikjunum gegn Ítalíu.

Byrjunarliðið er eftirfarandi:
Markvörður: Sandra Sigurðardóttir
Varnarlína: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Miðjumenn: Alexandra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir
Framherjar: Agla María Albertsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Elín Metta Jensen.