Skemmdarverk unnin á listaverkum í Gerðubergi

Mynd: Aðsend / Gerðuberg

Skemmdarverk unnin á listaverkum í Gerðubergi

10.06.2021 - 17:12

Höfundar

Unnin hafa verið skemmdarverk á vegglistaverkum Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem sýnd eru í menningarhúsinu Gerðubergi.

„Þarna kom inn maður milli þrjú og fjögur með appelsínugult sprey og spreyjaði yfir öll verkin á sýningunni,“ segir Sigga Björg í viðtali við Lestina á Rás 1.

Sýningin heitir Stanslaus titringur. Verkin eru vegglistaverk sem Sigga Björg vann beint á veggi Borgarbókasafnsins Gerðubergi. Þetta eru stór verk og hefur listamaðurinn varið talsverðum tíma í þau. Fimm dagar eru síðan sýningin var opnuð og átti hún að standa út sumarið. „Hann hafði hreinlega ekki smekk fyrir þessum verkum og tekur málin í sínar hendur.“

Mynd með færslu
 Mynd: hallaharðar
Sigga Björg Sigurðardóttir.

Verkin eru þess eðlis að ekki verður hægt að vinna þau upp á nýtt. „Þetta er algjörlega unnið beint á veggi rýmisins. Þannig að nú er þetta bara búið,“ segir hún. „Þetta hefur greinilega vakið sterk viðbrögð hjá þessum einstaklingi.“

Verkin eru fjarri því pólitísk og því ekki hægt að útskýra viðbrögðin út frá því að skilaboð þeirra hafi komið við kauninn á manninum. „Þetta er sennilega andstæðan við pólitísk verk. Þetta var unnið frá maganum beint inn í rýmið,“ segir hún. „Það gæti verið að hann hafi fundið einhverja pólitík þarna inni en ég get ekki ímyndað mér hvernig hann fór að því.“

Unnin hafa verið skemmdarverk á vegglistaverkum Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem sýnd eru í Gerðubergi menningarhúsi.
„Þarna kom inn maður milli þrjú og fjögur með appelsínugult sprey og spreyjaði yfir öll verkin á sýningunni,“ segir Sigga Björg í viðtali við Lestina á Rás 1.

Sýningin heitir Stanslaus titringur. Verkin eru vegglistaverk sem Sigga Björg vann beint á veggi Gerðubergs. Þetta eru stór verk og hefur listamaðurinn varið talsverðum tíma í þau. Fimm dagar eru síðan sýningin opnaði en hún átti að standa út sumarið. „Þetta er víst eldri maður sem býr í nágrenninu og hafði hreinlega ekki smekk fyrir þessum verkum og tekur málin í sínar hendur.“
 Mynd: Aðsend - Gerðuberg

Hún segir að hugsanlega verði skemmdarverkin kærð. „Þetta er pínulítið í höndum Gerðubergs. Við erum að ræða þetta núna og reyna að átta okkur á hvernig á að snúa sér í þessu.“

Unnin hafa verið skemmdarverk á vegglistaverkum Siggu Bjargar Sigurðardóttur sem sýnd eru í Gerðubergi menningarhúsi.
„Þarna kom inn maður milli þrjú og fjögur með appelsínugult sprey og spreyjaði yfir öll verkin á sýningunni,“ segir Sigga Björg í viðtali við Lestina á Rás 1.

Sýningin heitir Stanslaus titringur. Verkin eru vegglistaverk sem Sigga Björg vann beint á veggi Gerðubergs. Þetta eru stór verk og hefur listamaðurinn varið talsverðum tíma í þau. Fimm dagar eru síðan sýningin opnaði en hún átti að standa út sumarið. „Þetta er víst eldri maður sem býr í nágrenninu og hafði hreinlega ekki smekk fyrir þessum verkum og tekur málin í sínar hendur.“
 Mynd: Aðsend - Gerðuberg