Í úrslit risamóts í fyrsta sinn

epa09259905 Anastasia Pavlyuchenkova of Russia reacts after winning her women's singles semifinal against Tamara Zidansek of Slovenia at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 10 June 2021.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Í úrslit risamóts í fyrsta sinn

10.06.2021 - 15:37
Hin rússneska Anastasisa Pavlyuchenkova komst í dag í úrslitaleik Opna franska risamótsins í tennis eftir sigur á Tamöru Zidansek í undanúrslitum.

Hin 29 ára Pavlyuchenkova vann leikinn í tveimur settum, 7-5 og 6-3. Þetta er í fyrsta sinn sem sú rússneska kemst alla leið í úrslit á risamóti. Hún mun annað hvort mæta Mariu Sakkari frá Grikklandi eða Berböru Krejcikova frá Tékklandi í úrslitum mótsins. Þær eigast við í undanúrslitum síðar í dag.

Ljóst er að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í kvennaflokki á Opna franska því engin þessara þriggja hefur áður unnið mótið, eða þá, komist í úrslit.