Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Harður árekstur á Hringbraut

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar nú á tólfta tímanum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var áreksturinn nokkuð harður og ein manneskja flutt á slysadeild.

Tildrög slyssins eru enn ókunn en í dagbókarfærslu lögreglu í morgunsárið kemur fram að grunur leiki á að báðir ökumenn hafi verið undir áhrifum vímuefna. Þar kemur líka fram að meiðsl hafi verið minniháttar. 

Nokkuð lið var kallað til vegna slyssins, þar á meðal var notast við dælubíl slökkviliðsins. Aðgerðum lögreglu og annarra viðbragðsaðila á slysstað lauk um klukkan hálf eitt í nótt.

Fréttin var uppfærð kl. 00.40 og aftur kl. 06.50

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV