Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þýfi flutt frá Rúmeníu aftur til Danmerkur

09.06.2021 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd frá lögreglunni í Kaupma - Lögreglan í Kaupmannahöfn
Danska lögreglan auglýsir nú að íbúar á Sjálandi sem hafa lent í innbrotum eða vasaþjófnaði á síðustu árum geti mögulega endurheimt það sem frá þeim var stolið. Óhemjumagn þýfis fannst í Rúmeníu og talið er að mikið af því komi frá Danmörku. Eftir langa rannsókn tók lögreglan í Kaupmannahöfn í vor á móti vörubíl fullum af góssi sem flutt hafði verið til Rúmeníu en stolið á Sjálandi.

Þrjátíu og tveggja ára Rúmeni er talinn hafa haft milligöngu um sölu og flutning á góssi sem ruplað var í Danmörku og flutt suður til endursölu. Skartgripum, myndum, postulíni og verkfærum, sem margt var danskt að uppruna, var komið fyrir í vöruhúsi í bænum Onesti en hefur nú verið flutt aftur til Danmerkur. Lögreglan hefur myndað og skráð hlutina og þegar tengt þá um fimmtíu brotum en vonar að smátt og smátt verði að upplýsa fleiri og koma hlutum aftur í hendur eigenda.