Rússar æfir yfir EM-treyju Úkraínu

Ukraine's Oleksandr Zubkov, left, celebrates with Roman Yaremchuk after scoring his side's opening goal during the international friendly soccer match between Ukraine and Northern Ireland in Dnipro, Ukraine, Thursday June. 3, 2021. (AP Photo/Sergiy Kozin)
 Mynd: AP

Rússar æfir yfir EM-treyju Úkraínu

07.06.2021 - 06:23
Rússneskir stjórnmálamenn eru sagðir bálreiðir vegna landsliðstreyjunnar sem Úkraínumenn hyggjast klæðast á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Framan á treyjunni miðri eru útlínur Úkraínu, þar sem Krímskagi sem Rússar innlimuðu árið 2014 er á meðal.

Aftan á treyjunni er svo slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!" - slagorð sem mótmælendur hrópuðu til þess að koma forsetanum Viktor Janukovits frá völdum árið 2014.

Andrei Pavelko, formaður knattspyrnusambands Úkraínu, kynnti treyjuna til sögunnar í myndbandi á Facebook í gær. Þar er kortið lýst upp, og sjást útlínur Krímskaga vel, auk héraðanna Donetsk og Lugansk sem eru á valdi aðskilnaðarsinna. Pavelko segir í myndbandinu að útlínur landsins veiti leikmönnum þann styrk sem þeir þurfa til að berjast fyrir Úkraínu.

Fréttastofa BBC hefur eftir Mariu Zakharovu, talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins, að fótboltaliðið hafi fest Krímskaga Rússlands við úkraínskt landsvæði, sem sé ekki raunin. Þá gagnrýnir hún slagorðið aftan á treyjunni og segir það þjóðernissinnað og í anda nasista. Þingmaðurinn Dimitry Svishchev segir treyjuna algjörlega óviðeigandi og hvetur stjórn Evrópumótsins til að grípa til aðgerða.