Um leið og konurnar verða sterkar kemur ósýnileg hönd

Mynd: 1904 / RÚV

Um leið og konurnar verða sterkar kemur ósýnileg hönd

06.06.2021 - 14:00

Höfundar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, segir að það sé lítil glóra í því þvinga fram jafnrétti kynjanna. Ósýnileg öfl virðist hins vegar grípa inn í þegar konur styrkja stöðu sína.

Vigdís Finnbogadóttir ræðir við Katrínu Jakobsdóttur um jafnréttis- og menningarmál í viðtalsþætti á RÚV. Þátturinn er annar af alls fjórum sem byggðir eru á viðtölum sem tekin voru við Vigdísi árið 2012.

„Það er náttúrulega alveg út í heiðan bláinn að reyna að þvinga það fram,“ segir Vigdís þegar talið berst að fullyrðingu, sem oft er haldið á lofti, um að það sé gott og blessað ná fram jafnrétti en það megi hins vegar ekki þvinga það fram.

Hins vegar megi ekki gleyma því, segir Vigdís, að í hvert sinn sem konur verði sterkari skerist ósýnileg hönd í leikinn og minni konuna á að hún sé fyrst og fremst kynferðistákn.

„Allt í einu er hún í miklu styttri pilsum og öllu þröngu og með aflitað hár og eitthvað svona voða sexí.“ Þetta sé gert til að gera lítið úr konum sem andlegum verum, segir hún.

„Strákarnir geta alla tíð gengið í jakkafötum og í hæsta lagi breyta þeir svolítið skyrtutískunni eða hálsbindinu. En stelpurnar, það er alltaf verið að breyta þeim til þess að minna þær á, eða minna okkur á: Passaðu þig góða, mundu hver þú ert. Ég er mjög fyrir það að fylgja nútímanum í allri tísku. Það viljum við auðvitað og vera vel til hafðar og vel til fara. En það má ekki verða til þess að skyggja á það að við erum mjög sterkar andlegar verur, konur.“

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Það var ekki til siðs að falla hér heima