Biles með erfiðustu gólfæfingu sem hefur verið gerð

Mynd með færslu
 Mynd: FIG

Biles með erfiðustu gólfæfingu sem hefur verið gerð

06.06.2021 - 11:51
Simone Biles, besta fimleikakona sögunnar fór á kostum á fyrri keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í áhaldafimleikum í Fort Worth í Texas. Biles er langefst í mótinu.

Gólfæfingar Biles í gær vöktu sérstaka athygli. Þær má sjá í heild hér fyrir neðan, en snemma í æfingunum gerir hún nokkuð sem engin önnur fimleikakona gerir. Þar fer hún tvöfalt heljarstökk með þrefaldri skrúfu. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Á bandaríska meistaramótinu er keppt í fjölþraut tvo daga í röð. Þannig er keppt á öllum áhöldunum fjórum báða keppnisdagana, gólfæfingum, stökki, jafnvægisslá og tvíslá og gildir samanlögð einkunn. Biles er langefst eftir fjölþrautina í gær með 59,550 stig. Sunisa Lee er önnur með 57,350 stig.

Lee fékk hærri einkunn en Biles á tvíslá. En annars var Biles hæstdæmd í hinum áhöldunum þremur. Hún vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í fjölþraut, liðakeppni, í stökki og fyrir gólfæfingar auk þess að hljóta brons á jafnvægisslá. Hún freistar þess að gera enn betur á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í næsta mánuði.

Að auki hefur Biles unnið 19 gullverðlaun á HM. Hún er af flestum talin besta fimleikakona sögunnar.

Tengdar fréttir

Fimleikar

Simone Biles gerði það sem átti að vera ómögulegt

Ólympíuleikar

Biles gæti haldið áfram eftir ÓL í Tókýó

epa07905738 Simone Biles of USA competes in the Balance Beam women's team Final at the FIG Artistic Gymnastics World Championships in Stuttgart, Germany, 08 October 2019.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Fimleikar

Simone Biles getur unnið sextánda HM gullið

Fimleikar

Simone Biles heimsmeistari í fjölþraut