Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eitt smit innan sóttkvíar í gær

03.06.2021 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær innan sóttkvíar. Nú eru 45 í einangrun með virkt smit hér á landi og 163 í sóttkví.Nýgengi innanlandssmita lækkar nokkuð milli daga.

Tvö smit greindist á landamærunum og annar reyndist vera með mótefni en smitaður. Nýgengi innanlandssmita lækkar nokkuð frá í gær, var þá 9,5 en er nú 8,7. Nýgengi á landamærum stendur í stað í 2,7.

Tvennt liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 og tæp 99 þúsund teljast fullbólusett. Það verður ekki efnt til upplýsingafundar í dag, eins og venja er á fimmtudögum. Ekki var talin ástæða til að halda fund í dag.