Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þrjú smit og einn utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.

Þrír greindust smitaðir á landamærum, einn með mótefni en tveir með virk smit. Um 2.700 sýni voru tekin í gær, þar af voru rúmlega 1.200 sýni tekin á landamærunum. 

94.950 manns hafa nú þegar verið fullbólusettir, en tæplega 9.000 bóluefnaskammtar voru gefnir í gær, langflestir skammtarnir voru frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer.