Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimm berjast um annað sætið

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að leiða listann, Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stefnir á eitt af þremur efstu sætunum og vel flestir frambjóðendur stefna á annað eða þriðja sæti listans.

Allir þingmenn flokksins, utan formannsins, sækjast eftir öðru sæti í prófkjörinu. Það eru þau Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari stefnir á annað til þriðja sætið og þær Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kristín Thoroddsen og Sigþrúður Ármann sækjast eftir þriðja sætinu. Bergur Þorri Benjamínsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir vilja fjórða sætið og Hannes Þórður Þorvaldsson gefur kost á sér í það fimmta.

Frambjóðendur

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari
Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varabæjarfulltrúi
Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur
Jón Gunnarsson þingmaður
Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi
Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi
Óli Björn Kárason þingmaður
Sigþrúður Ármann framkvæmdastjóri
Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV