Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Áfram svalt í veðri

21.05.2021 - 06:53
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Víða verður bjart en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Áfram svalt í veðri en hitinn nær þó væntanlega að skríða yfir 10 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.

Austan og norðanátt 5-13 m/s á morgun og sunnudag. Þá verður rigning eða slydda með köflum, en stöku skúrir vestantil á landinu. 

Á mánudag má búast við hægri austlægri eða breytilegri átt og skúrum, en úrkomulitlu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 3-10 stig. 

Loks hlýnandi veður á þriðjudag með breytilegri átt og víða léttskýjað. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV