Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fimm tilboð í varðskipið Freyju

20.05.2021 - 11:51
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæsla Íslands
Fimm tilboð bárust í útboði Ríkiskaupa og Landhelgisgæslunnar vegna kaupa á varðskipinu Freyju. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tilboðin opnuð í gær og unnið að því að meta þau. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið til landsins fyrir næsta vetur.

 

Tilboðin voru eftirfarandi í íslenskum krónum: 

Atlantic Shipping A/S                       1.100.000.000 ISK

C‐solutions ehf                                  1.491.000.000 ISK

Havila Shipping ASA                         2.041.324.600 ISK

Maersk Supply Service A/S            1.229.200.000 ISK

United Offshore Support GmbH   1.753.049.250 ISK