Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Transkarlar undir 55 ára eiga ekki að fá AstraZeneca

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Sóttvarnalæknir hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar er varðar bólusetningar transfólks, þar sem notkun AstraZeneca bóluefnis er mismunandi eftir kynjum.

Samkvæmt leiðbeiningunum eiga transkarlar, undir 55 ára, ekki að fá AstraZeneca. Þá eiga transkonur eldri en 55 ára, á hormónameðferð, að fá annað efni en AstraZeneca bóluefni.

Leiðbeiningarnar voru birtar á vef landlæknis í dag og má sjá nánar hér að neðan.

 • Transkarlar undir 55 ára:
  • Skráðir sem karlar í Þjóðskrá: Hafa samband við heilsugæslu til að fá merkingu til að fá annað en Astra Zeneca bóluefni
  • Ef skráning í Þjóðskrá er „kona“ á þegar að vera merking í bólusetningakerfinu að fái ekki Astra Zeneca bóluefni
 • Transkonur:
  • Ef hormónameðferð en skráning í Þjóðskrá „karl“: Hafa samband við heilsugæslu til að fá merkingu til að fá annað en Astra Zeneca bóluefni
   • Ef ekki hormónameðferð er ekki ástæða til sérstakra ráðstafana.
  • Ef skráning í Þjóðskrá er „kona“ á að vera merkt að fái ekki Astra Zeneca bóluefni ef undir 55 ára aldri.
  • Transkonur eldri en 55 ára á hormónameðferð ættu að hafa samband við heilsugæslu til að fá merkingu til að fá annað en Astra Zeneca bóluefni.