Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Jafnt í einvígi Grindavíkur og Stjörnunnar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Jafnt í einvígi Grindavíkur og Stjörnunnar

18.05.2021 - 22:25
Grindavík og Stjarnan mættust í kvöld í öðrum leik sínum í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn en vinna þarf þrjá til að komast í undanúrslit. Spilað var í Grindavík í kvöld.

Yfirburðir Grindavíkur voru þannig að þeir unnu alla fjóra leikhlutana en Stjörnumenn voru þó aldrei langt undan. 

Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 29-24 og í leikhléi leiddu heimamenn með átta stigum, 48-40. Lokatölur urðu 101-89 og allt í járnum í einvíginu. 

Joon­as Jarvelain­en skoraði 23 stig fyrir Grindavík og tók fimm fráköst. Ægir Þór Steinarsson skoraði 33 stig fyrir Stjörnuna og tók átta fráköst.