Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

EM í sundi: Steingerður bætti tímann sinn í baksundi

epaselect epa06106423 Katinka Hosszu of Hungary competes in a Women's 100m Backstroke Heat during the swimming competitions of the World Aquatics Championships in Budapest, Hungary, 24 July 2017.  EPA/Tibor Illyes HUNGARY OUT
 Mynd: EPA - MTI

EM í sundi: Steingerður bætti tímann sinn í baksundi

18.05.2021 - 09:35
EM í sundi í 50 metra laug stendur nú yfir í Búdapest í Ungverjalandi. Steingerður Hauksdóttir er eini Íslendingurinn sem keppti í dag en hún varð þriðja í sínum riðli.

Steingerður synti í dag 50 metra baksund á tímanum 29,43 sekúndur og varð þriðja í sínum riðli. Steingerður varð þar með í 40. sæti í greininni og kemst ekki áfram.

Hún bætti hins vegar sinn besta tíma sinn í greininni sem var markmiðið fyrir sundið en hennar besti tími var 29,46 sekúndur svo hún bætti hann um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Íslandsmetið í greininni, 28,53 sekúndur, á Ingibjörg Kristín Jónsdóttir en hún setti það á HM50 í Búdapest árið 2017.

Fimm Íslendingar keppa á mótinu en á morgun keppa þau Kristinn Þórarinsson og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Dagskrána má sjá hér að neðan.

Dadó Fenrir Jasminuson - SH
20. maí - 50m flugsund
22. maí - 50m skriðsund
22. maí - 4x100m skriðsund blandað

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir - SH
17. maí - 50m skriðsund
21. maí - 100m skriðsund
22. maí - 50m flugsund
22. maí - 4x100m skriðsund blandað

Kristinn Þórarinsson - Fjölnir
17. maí - 50m baksund
19. maí - 100m baksund
22. maí - 4x100m skriðsund blandað 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir - Aalborg
19. maí - 200m skriðsund
21. maí - 100m skriðsund
23. maí - 400m skriðsund
22. maí - 4x100m skriðsund blandað

Steingerður Hauksdóttir - SH
17. maí - 50m skriðsund
18. maí - 50m baksund