Cantona í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar

Manchester United's striker Eric Cantona (L) tussles with Borussia Dortmund's defender Wolfgang Feiersinger (R) during European Champions League semi-fial, second leg match at Old Trafford 23 April. (ELECTRONIC IMAGE)
 Mynd: EPA

Cantona í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar

18.05.2021 - 12:16
Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið vígður inn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hann er þriðji leikmaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöllina.

Cantona gekk til liðs við Manchester United árið 1992 eftir að hafa orðið enskur meistari með Leeds tímabilið á undan. Hjá United átti frábær fimm ár áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1997. Hann skoraði 70 mörk í 156 leikjum með liðinu og varð fjórum sinnum enskur meistari með United á þessum fimm tímabilum.

Cantona er þriðji leikmaðurinn til að vera vígður inn í heiðurshöllina en þeir Thierry Henry og Alan Shearer voru þar fyrir. Hópurinn í heiðurshöllinni stækkar nú jafnt og þétt en þrír leikmenn verða teknir inn til viðbótar á næstu dögum.

„Ég er mjög ánægður og stoltur en á sama tíma þá kemur þetta mér ekki á óvart. Það hefði komið mér meira á óvart að vera ekki valinn,“ sagði Cantona eftir að hann fékk fréttirnar.

„Það var auðvitað draumur að spila á Englandi. Það er draumur allra að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég var heppinn að spila með Manchester United með stórkostlegum leikmönnum, með frábæran þjálfara og með yndislega stuðningsmenn. Við unnum og þetta var fórboltinn sem mig dreymdi um að spila“ sagði hann.