Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Yfir 80 prósent Japana á móti því að halda ÓL í sumar

epa09096136 Demonstrators show placards to protest against the start of torch relay of the Tokyo 2020 Olympic Games in Tokyo, Japan, 25 March 2021 after the torch relay of the Olympics started in Fukushima, northern Japan. Demonstrators shouted 'Stop the torch relay. Stop the Olympics.' during the protest.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: epa

Yfir 80 prósent Japana á móti því að halda ÓL í sumar

17.05.2021 - 02:10
Yfir áttatíu prósent Japana eru mótfallin því að Ólympíuleikarnir verði haldnir þar í sumar, samkvæmt könnun sem unnin var fyrir japanska dagblaðið Asahi Shimbun um helgina. Innan við tíu vikur eru þar til setja á sumarólympíuleikana í Tókíó, sem frestað var í fyrra vegna kórónaveirufaraldursins. Japanir glíma nú við fjórðu bylgju faraldursins og stemmningin fyrir því að halda leikana hvað sem farsóttinni líður hefur aldrei verið minni.

Fjölgun smita í þessari fjórðu bylgju hefur aukið mjög álagið á heilbrigðiskerfi landsins og starfsfólk þess. Af þessum sökum hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Tókíó og nokkrum héruðum öðrum, sem verður í gildi út þennan mánuð hið minnsta.

Mikil andstaða í langan tíma og vex enn

Skoðanakannanir hafa undantekningarlaust sýnt andstöðu almennings við að halda leikana í júlílok og ágústbyrjun eins og til stendur en aldrei jafn afdráttarlaust og í könnun Ashai Shimbun nú, þegar 43 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja slá leikana af fyrir fullt og allt og 40 prósent fresta þeim enn frekar.

Í samskonar könnun sama blaðs fyrir mánuði síðan vildu 35 prósent hætta við leikana og 34 prósent fresta þeim enn lengur. Aðeins 14 prósent eru fylgjandi því að halda leikana á tilsettum tíma, helmingi færri en í síðustu könnun, þegar 28 prósent vildu láta slag standa. 
 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Í Japan færast COVID-19 og andstaðan við ÓL í aukana