Mynd: Sigurjón Ragnar - Utanríkisráðuneytið
Mikil eftirvænting vegna fundar Lavrovs og Blinkens
Reykjavík verður miðpunktur málefna Norðurslóða í vikunni. Við fylgjumst með því helsta hér.
Fundur Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu en Rússar taka við formennskunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lagði línurnar fyrir fundinn í gær þegar hann varaði vestræn ríki við að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Lavrov í Hörpu á morgun en mikil eftirvænting er vegna fundar Lavrovs og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Hörpu í kvöld.
17.05.2021 - 17:35