Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Meistararnir í umspil um sæti í úrslitakeppninni

epa08623552 Los Angeles Lakers forward LeBron James (C) is greeted by Los Angeles Lakers forward Anthony Davis (L) and Los Angeles Lakers center JaVale McGee (R) after shooting a three point shot against the Portland Trail Blazers during the first half of the NBA basketball first-round playoff game four at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 24 August 2020.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO  SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA

Meistararnir í umspil um sæti í úrslitakeppninni

17.05.2021 - 08:55
Los Angeles Lakers, ríkjandi NBA meistarar, mæta Golden State Warriers í umspili um laust sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir úrslit næturinnar í NBA deildinni.

Lakers vann 110-98 stiga sigur í nótt gegn New Orleans Pelicans en enduðu engu að síðust í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar. Efstu sex liðin í hvorri deild fara  beint í úrslitakeppnina en liðin sjöunda til tíunda sæti fara í umspil.

Í hinu umspilinu í Vesturdeildinni mætast Memphis Grizzlies og San Antono Spurs sem lentu í níunda og tíunda sætinu. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir tapliðinu úr leik LA Lakers og Golden State Warriors.

Í Austurdeildinni mætast Washington Wizards og Boston Celtics í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Þá mætast Char­lotte Hornets og Indi­ana Pacers í hinu umspilinu og sigurvegarinn úr þeim leik mætir sigurvegara úr leik Washington og Boston um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni.

Stöðuna í báðum deildum má sjá hér en úrslit næturinnar í NBA eru eftirfarandi:
New York Knicks 96:92 Bost­on Celtics
Toronto Raptors 113:125 Indi­ana Pacers
Washingt­on Wiz­ards 115:110 Char­lotte Hornets
San Ant­onio Spurs 121:123 Phoen­ix Suns
Gold­en State Warri­ors 113:101 Memp­his Grizzlies
Atlanta Hawks 124:95 Hou­st­on Rockets
Brook­lyn Nets 123:109 Cleve­land Ca­valiers
Phila­delp­hia 76ers 128:117 Or­lando Magic
Detroit Pist­ons 107:120 Miami Heat
Chicago Bulls 118:112 Milwaukee Bucks
Minnesota Timberwol­ves 136:121 Dallas Mavericks
New Or­le­ans Pelicans 98:110 Los Ang­eles Lakers
Okla­homa City Thund­er 117:112 LA Clip­p­ers
Port­land Trail Blazers 132:116 Den­ver Nug­gets
Sacra­mento Kings 99:121 Utah Jazz