Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lavrov segir Rússa eiga Norðurskautssvæðið

17.05.2021 - 14:00
epa09194924 Russian Foreign Minister Sergei Lavrov attends a meeting with U.N. Secretary-General Antonio Guterres in Moscow, Russia, 12 May 2021. U.N. Secretary-General Guterres is on a working visit in Moscow.  EPA-EFE/MAXIM SHEMETOV / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Reuters
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar vestræn ríki við því að gera kröfur til Norðurheimskautssvæðisins. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í Moskvu í dag að öllum hafi verið það lengi ljóst að það tilheyrði Rússlandi. Rússum bæri að tryggja öryggi strandlengjunnar sem liggur að Norðurheimskautinu.

Lavrov er væntanlegur á ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Reykjavík síðar í þessari viku. Fundurinn markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu. Rússar taka við henni.