Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tottenham með mikilvægan sigur

epa09204488 Harry Winks (L) and Pierre-Emile Hojbjerg (R) of Tottenham celebrate after the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Wolverhampton Wanderers in London, Britain, 16 May 2021.  EPA-EFE/Andrew Couldridge / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Tottenham með mikilvægan sigur

16.05.2021 - 15:58
Tottenham lagði Úlfana í Lundúnum í dag, 2-0, og nældi um leið í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni. Tottenham er nú í 6. sætinu, stigi á eftir Liverpool sem er í 5. sætinu.

Harry kane og Pierre-Emile Hojberg skoruðu mörk Tottenham í dag, Kane á 45. mínútu og Hojberg á 62. 

Fyrr í dag vann Crystal Palace 3-2 sigur á Aston Villa. John McGinn skoraði fyrsta markið fyrir Villa en Christian Benteke jafnaði í 1-1. Anwar El-Ghazi kom þá Villa í 2-1 í þannig var staðan í hálfleik. Wilfried Zaha jafnaði metin þegar korter var eftir og Tyrick Mitchell skoraði svo sigurmark Palace á 84. mínútu. Crystal Palace er í 13. sætinu með 44 stig en Aston Villa er því 11. með 49.