Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

KR vann Val í framlengdum leik

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

KR vann Val í framlengdum leik

16.05.2021 - 22:13
Tveir leikir voru spilaðir í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í körfubolta í kvöld. Valur og KR mættust á Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna og Þór frá Þorlákshöfn mætti nöfnum sínum í Þór frá Akureyri.

Spennan var mikil á Hlíðarenda og mikið jafnræði með liðunum. Jafnræðið var í raun svo mikið að þegar rétt rúmar 25 sekúndur voru eftir af leiknum var allt jafnt, 87-87. Jón Arnór Stefánsson reyndi þá að tryggja Val sigurinn með þriggja stiga skoti en skotið geigaði og enn var jafnt þegar lokaflautið gall. Því þurfti að framlengja. Spennan var ekki síðri í framlengingunni. Tyler Sabin skroraði síðustu körfu leiksins og tryggði KR nauman sigur, 99-98, en Sabin var með 28 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar í leiknum. Kristófer Acox var framlagshæstur hjá Val með 20 stig og 11 fráköst. KR er þar með komið í 1-0 í einvíginu.

Í Þorlákshöfn mættust Þór og Þór frá Akureyri. Þór Þ. hafði betur í kvöld, 95-76, og var Larry Thomas stigahæstur hjá Þór Þorlákshöfn með 21 stig. Ivan Aur­recoechea var stigahæstur Akureyringa með 17 stig. Þór Þ. er 1-0 yfir í einvíginu en liðin mætast öðru sinni á Akureyri á miðvikudag.