Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ísraelar herða enn á loftárásum

epa09202063 Palestinians inspect the rubbles after an Israeli air strike hit Al-Jalaa tower, which houses apartments and several media outlets, including the Associated Press and Al Jazeera, in Gaza City, 15 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum á Gasaströndina, sjöunda daginn í röð, samkvæmt fréttamanni Al Jazeera í Gasaborg, sem segir árásir næturnar þær áköfustu hingað til. Um miðnæturbil að íslenskum tíma höfðu þotur Ísraelshers varpað sprengjum á um það bil 150 skotmörk á Gasa, þar af minnst 60 í Gasaborg.

„Loftárásir Ísraelshers á skotmörk vítt og breitt á Gasa síðustu tvo tímana hafa verið þær áköfustu sem hann hefur gert á síðustu sjö dögum," segir fréttamaðurinn Safwat al-Kahlout. Íbúðarhús hafa ekki sloppið við sprengjuregnið í nótt frekar en áður og minnst fjórir Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum það sem af er nætur og tugir særst.

Yfir 160 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela

Ísraelar hafa þar með drepið minnst 149 Palestínumenn á Gasa í loftárásum síðustu daga. Langflest hinna látnu eru almennir borgarar, þar af 41 barn. Að auki drápu ísraelskir her- og lögreglumenn þrettán Palestínumenn á Vesturbakkanum, sem mótmæltu árásunum á Gasa.

Hamas svarar með flugskeytaárásum

Hamas svaraði loftárásum næturinnar með flugskeytahríð í átt að Ísrael. Ísraelar virkjuðu óðara „járnskjöldinn," öflugt loftvarnakerfi sem eyðir velflestum flugskeytum Hamas og annarra vopnaðra sveita Palestínumanna áður en þau ná marki sínu. Þó ekki alveg öllum og hafa Palestínumenn drepið 10 Ísraela með flugskeytaárásum sínum til þessa; einn hermann og níu almenna borgara, þar af tvö börn.