Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fimm smit innanlands - allir í sóttkví

16.05.2021 - 10:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir greindust með veiruna á landamærunum. Á morgun verður slakað á þeim aðgerðum sem gripið var til í Skagafirði vegna hópsýkingar sem þar kom upp og til stendur að bæta við fimmta sóttkvíarhótelinu í Reykjavík. Reiknað er með að þau hótel sem nú eru til taks fyllist í dag en von er átta farþegavélum í dag.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV