Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet

Mynd með færslu
 Mynd: Kristófer Þorgrímsson - FRÍ

Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet

16.05.2021 - 21:46
Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, bætti eigið Íslandsmet á svæðismeistaramóti í Murfreesboro í Tennesee í Bandaríkjunum í dag. Erna bætti metið um fimm sentimetra.

Erna varpaði kúlunni 16,77 metra og hafnaði í 2. sæti á mótinu. Erna á bæði Íslandsmetið innan- og útanhúss en lengsta kast hennar innnahúss er 16,95 metrar.