Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Um 500 mótmæltu til stuðnings Palestínu á Austurvelli

15.05.2021 - 14:07
Mynd: RÚV / RÚV
Um 500 manns tóku þátt í mótmælum til stuðnings Palestínu á Austurvelli eftir hádegi undir yfirskriftinni Stöðvum blóðbaðið. Að sögn lögreglu fór útifundurinn vel fram. Í dag er sjötti dagurinn þar sem sprengjum rignir yfir íbúa á Gaza og eldflaugum er skotið þaðan í átt að Ísrael. Tíu féllu í árás á flóttamannabúðir á Gaza í morgun, þar af átta börn. 

Boðað var til mótmæla víða um heim í dag og söfnuðust þúsundir saman í Lundúnum og Madríd. 
 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV