Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tilslakanir á sóttkvíarreglum í Færeyjum

Mynd með færslu
 Mynd: Stig Nygaard - WikiCommons
Ferðafólk sem fengið hefur COVID-19 eða er fullbólusett þarf ekki að fara í sóttkví eftir komuna til Færeyja frá útlöndum. Landsstjórnin kynnti þessa breytingu í gær.

Þeim sem þannig háttar um verður heimilt að fara allra sinna ferða en stjórnvöld hvetja áfram alla aðra til að halda sig fjarri fjölmennum mannamótum á borð við íþróttaviðburði og afmælisveislur.

Talið er að sú ráðstöfun verði til að ferðafólk sæki veitingastaði og kaffihús sem verði svo til að ferðamannaiðnaðurinn taki hraðar við sér.

Vonir standa jafnframt til að smám saman færist hverdagslífið til eðlilegri vegar en yfir 35% Færeyinga hafa þegar fengið fyrstu sprautu og 13% eru fullbólusettir.

Færeysk stjórnvöld tilkynntu einnig í gær að fólk af erlendum uppruna sem dvelur langdvölum á eyjunum fái bólusetningu þar. Miðað er við að ætli fólk að vera í 30 daga daga eða lengur fái það bólusetningu eftir fjórtánda dag.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV