Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Portúgal hleypir ferðamönnum aftur inn í landið

15.05.2021 - 16:57
epa08543762 General view of the ferry connecting the port of Vila Real de Santo Antonio, Portugal to Ayamonte, Spain, 13 July 2020. The fluvial connection over the waters of the Guadiana river has been resumed after the cancellation of the route back in March due to the coronavirus pandemic crisis.  EPA-EFE/Julián Pérez
 Mynd: EPA
Ferðalangar frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, Schengen-svæðinu og Bretlandseyjum verða velkomnir til Portúgal frá og með næsta mánudegi, samkvæmt ákvörðun portúgalskra stjórnvalda.

 

Íbúar ríkja þar sem tíðni smita er yfir 500 á hverja hundrað þúsund íbúa undanfarna fjórtán daga mega aðeins koma til Portúgal ef ferðalagið þangað telst nauðsynlegt. Kýpur, Króatía, Litháen, Holland og Svíþjóð falla í þennan hóp. 

AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni portúgalska innanríkisráðuneytisins að landið verði ekki opið fyrir öllum ferðalöngum. Takmarkanir verði áfram í gildi fyrir þá sem komi frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. 

Samkvæmt nýjum reglum í Portúgal þurfa allir sem koma til landsins, tveggja ára og eldri, að sýna fram á neikvætt PCR-próf tekið innan 72ja tíma fyrir komu. 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV