Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Jóhann Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds

epa09201453 Rodrigo (R) of Leeds scores his second goal past goalkeeper Bailey Peacock-Farrell (L) of Burnley during the English Premier League soccer match between Burnley FC and Leeds United in Burnley, Britain, 15 May 2021.  EPA-EFE/Martin Rickett / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Jóhann Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds

15.05.2021 - 13:33
Burnley steinlá fyrir Leeds á heimavelli 0-4. Varamaðurinn Rodrigo gerði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik sem gerðu út um leikinn.

Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiksins þegar Mateusz Klich kom gestunum í Leeds í forystu 1-0 og þannig stóð í leikhléi. Jack Harrison ætti síðan við öðru marki gestanna eftir klukkustundarleik og 2-0 stóð.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og kom sér í ágætis færi skömmu síðar. Skot hans fór hins vegar beint á markvörð gestanna. Það var hins vegar Rodrigo sem gerði út um leikinn fyrir Leeds þegar hann gerði tvö mörk með tveggja mínútna milli á 77. og 79. mínútu en hann kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrr.

Lokatölur því 4-0 sigur Leeds sem eru nú í tíunda sæti deildarinnar með 53 stig á meðan Burnley er í 15. sætinu með 39 stig en þeir voru fyrir þennan leik búnir að koma sér úr fallhættu.