Fyrsta vika Daða og Gagnamagnsins í Rotterdam

Mynd: Gísli Berg / RÚV

Fyrsta vika Daða og Gagnamagnsins í Rotterdam

15.05.2021 - 13:04

Höfundar

Fyrri vika Daða og Gagnamagnsins í Rotterdam var undirlögð æfingum fyrir stóra daginn á fimmtudagskvöld í næstu viku, þegar Ísland stígur á svið. 10 years er númer 8 í röðinni í seinni undanúrslitakeppninni.

Íslenski hópurinn lagði af stað í rauðabítið frá Útvarpshúsinu laugardaginn 8. maí og hefur því dvalið við undirbúning og æfingar í Rotterdam í viku. Hópurinn hefur komið sér vel fyrir á nH Atlanta hótelinu í borginni og samkvæmt sóttvarnarreglum bara verið inni á hótelinu og svo í höllinni. Í myndbandi að ofan má skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig fyrstu dagarnir í Hollandi hafa verið.

Íslandi er spáð góðu gengi, situr nú í 4. sæti veðbankanna og hefur verið í sætum 4 - 6 alla síðustu viku. Keppnin er óhjákvæmilega dálítið öðruvísi í ár í ljósi Covid en öllum árum er róið að því að listamenn allra þjóða nái að stíga klakklaust á svið og flytja þar sín lög.

39 atriði taka þátt í Eurovision í ár. Fyrra undanúrslitakvöldið er næstkomandi þriðjudag, þann 18. maí og seinni undanúrslitakvöldið er fimmtudagskvöldið 20. maí. Úrslitin fara svo fram 22. maí. Allar keppnirnar verða sýndar í Sjónvarpinu.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Bannað að stressa sig í herbergi 524

Menningarefni

Hækkað í vindvélinni á seinni æfingu Daða

Popptónlist

Daði klífur upp veðbankann eftir fyrstu æfingu