Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Formaður FEB í Reykjavík í framboð

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), gefur kost á sér í 4. - 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður 4. og 5. júní.

Í framboðstilkynningu sinni segir Ingibjörg að formenn stærstu félaga eldri borgara hafi skorað á alla flokka á þingi í febrúar að tryggja eldra fólki sæti á framboðslistum þeirra, enda verði aldurshópurinn 60 ára og eldri um 75 þúsund manns á þessu ári. Ingibjörg segir hópinn þurfa rödd í samfélaginu og því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér. 

Ingibjörg er fædd í Reykjavík 24. mars 1947. Hún ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum en hún hefur starfað í ferðageiranum bæði erlendis og hérlendis. Hún starfaði síðast hjá Air Atlanta áður en hún fór á eftirlaun.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV