Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjórir staðir áminntir fyrir sóttvarnabrot

15.05.2021 - 08:23
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: RÚV
Fjórir skemmtistaðir fengu áminningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í göngueftirliti lögreglu í miðborginni í gærkvöld.

Alls var farið inn á 39 veitingastaði og voru fjórir áminntir vegna þess að tveggja metra reglan var ekki virt, bókhald yfir viðskiptavini ekki skráð eða enginn listi yfir starfsmenn.