Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Átta börn fórust í árás Ísraela á flóttamannabúðir

epa09199549 Palestinians inspect their destroyed houses after Israeli air strikes in Beit Hanun town in the northern Gaza strip, 14 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least seven Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 100 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Gasasvæðið í nótt. Í morgun bárust af því fregnir að tíu manns úr sömu fjölskyldu hefði farist þegar eldflaugum var skotið á al-Shati-flóttamannabúðirnar norður af Gasaborg. AFP hefur þetta eftir bráðaliðum á vettvangi. Minnst átta börn og tvær konur fórust í þeirri árás, öll úr sömu fjölskyldunni. Ekki færri en fimmtán særðust, þar á meðal eitt kornabarn, samkvæmt frétt al Jazeera. Óttast er að fleiri hafi grafist undir brakinu og er þeirra leitað.

Í yfirlýsingu Ísraelshers frá því fyrr í nótt segir að árásirnar hafi einkum beinst að jarðgangakerfi Palestínumanna.

Um eða yfir 140 hafa nú farist í loftárásum Ísraela á Gasa, sem hófust á mánudag. Langflest hinna föllnu eru almennir borgarar, þar á meðal minnst 36 börn. Þá féllu 11 Palestínumenn fyrir byssuskotum ísraelskra öryggissveita á Vesturbakkanum í gær, þegar þeir mótmæltu árásunum á Gasa. 

Hamas brást við árásum næturinnar með því að skjóta flugskeytum að Ísrael. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða tjóni á mannvirkjum af völdum þessarar flugskeytahríðar, en níu hafa farist í flugskeytaárásum Hamasmanna á Ísrael til þessa. Einn hinna föllnu er hermaður en átta eru almennir borgarar, þar af tvö börn. 

Fréttin var uppfærð kl. 07.25 til samræmis við nýjar upplýsingar um fjölda fallinna og viðbrögð Hamas