Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tvö smit innanlands og tvö á landamærunum

14.05.2021 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Tvö COVID-19 smit greindust innanlands í gær, bæði innan sóttkvíar. Tvö virk smit greindust einnig á landamærunum, annað í sýnatöku við komuna til landsins en hitt í seinni sýnatöku eftir sóttkví. Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna veikinnar.

Alls eru nú 63 í einangrun vegna COVID-19 og 330 í sóttkví. 1.068 eru í skimunarsóttkví eftir komu frá útlöndum.

Nýgengi COVID-19 innanlands er 13,9 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Nýgengið á landamærunum er 3,0.

6.537 COVID-19 smit hafa greinst á Íslandi frá upphafi faraldursins. 65.011 einstaklingar hafa nú verið fullbólusettir og 82.581 hafa fengið fyrri skammt bólusetningar.