Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rúmlega 18 þúsund skammtar í næstu viku

14.05.2021 - 13:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samtals verða 18.310 bóluefnisskammtar til reiðu í næstu viku. Mest verður til af Pfizer eða 12.870 skammtar og 2.800 af Janssen og 2.640 af Moderna að því er fram kemur á vef heilbrigðsráðuneytisins.

Dagskrá bólusetninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni er þannig að á mánudaginn verður bólusett með Moderna. Ýmist er fólk að koma í seinni sprautu og svo konur yngri en 55 ára sem eru í áhættuhópum.  

Á þriðjudaginn verður seinni bólusetning með Pfizer og eins verða konur yngri en 55 og eru í áhættuhópum boðaðar. 

Á fimmtudaginn verður Janssen bólusetning. Þá verður haldið áfram að bólusetja starfsfólk í leik- og grunnskólum en líka fólk í jaðarhópum og flugmenn og skipaáhafnir.  

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gefur út dagskrá fyrir hverja viku.