Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Markvörður frá Burnley í næst efstu deild

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

Markvörður frá Burnley í næst efstu deild

14.05.2021 - 18:21
Danski knattspyrnumarkvörðurinn Lukas Jensen, sem er samningsbundinn úrvalsdeildarliðinu Burnley, hefur verið lánaður í lið Kórdrengja sem leikur í næst efstu deild hér á landi.

Jensen er 22 ára gamall markmaður sem áður lék með Hellerup og Helsingor í heimalandinu áður en hann hafði vistaskipti yfir til Burnley. Fyrr á tímabilinu var Jensen lánaður til D-deildarfélagsins Bolton Wanderers en nú hefur Burnley ákveðið að lána hann til Íslands til að hann fái fleiri leiki til að þróa leik sinn sem markvörður.

Hjá Kórdrengjum hittir Jensen fyrir Heiðar Helguson, aðstoðarþjálfara liðsins, sem lék með Sean Dyche stjóra Burnley hjá Watford á sínum tíma. Kórdrengir gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í deildinni gegn Aftureldingu en mæta Selfyssingum í kvöld.

Mynd með færslu
 Mynd: Kórdrengir - Facebook