Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Enn eitt Íslandsmetið hjá Hlyni

Mynd með færslu
 Mynd: FRÍ

Enn eitt Íslandsmetið hjá Hlyni

14.05.2021 - 10:08
Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi. Hlynur býr og keppir í Hollandi og tók þátt á Harry Schulting-leikunum þar í landi í gær og hljóp metrana 3000 á 8:01,37 en fyrra metið var 8:02,60.

Hlynur er besti langhlaupari sem Ísland hefur átt en hann er handhafi allra Íslandsmeta í hlaupum 3000 metrum og lengri. Alls á Hlynur því Íslandsmet í sjö greinum:

  • 3000 metra hlaup
  • 3000 metra hindrunarhlaup
  • 5000 metra hlaup
  • 10 km. hlaup
  • 10 km. götuhlaup
  • Hálfmaraþon
  • Maraþon

Tengdar fréttir

Frjálsar

Hlynur sló Íslandsmetið í maraþoni